05 október 2007

Lundúnarnepjan

Sælinú,

hér er kominn tími á póst. Menn hafa lifað og hrærst í powerballöðunum þessi misserin, Barbra Streiss gaf tóninn. Svo njótið vel.

Steelheart - She's gone

Umþaðbil ein alrosalegasta falsetta rokksögunnar. Gæinn er víst helsta framlag Ungverja til rokksögunnar og verði þeim að því. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þessi látunsbarki hafi verið í rasslausum leðurbuxum einum fata þegar þessi smellur var skorinn. Checkit..

Europe - Carrie

Í öll þessi ár hafði ég frændur okkar í Europe fyrir rangri sök þar sem ég hélt þeir væru einssmellsundur. En nei, þeir áttu annan og jafnvel hressari smell. Skal engan undra þó einhvers staðar feli þeir þann þriðja!

Kansas - Dust in the wind

Sum lög gleymast bara alls ekki, sama hversu miklum bjór þú veitir inn á heilakvikindið. Þetta lag fyllir þann flokk, upp rifjast stundir snemma á níunda áratugnum þegar maður rúntaði bílasölur með fjölskyldunni og, ef maður var megaheppinn, endaði í ísbúð.

Joan Baez - Diamonds and rust

Joan kerlingin er ekki neitt í kraftballöðum en hún gat greinilega sungið tregafull kvæði með stæl. Mælt með vasaklút.

Ultravox - Dancing with tears in my eyes

Tvímælalaust enduruppgötvun sumarsins. Maður óskar sér bara að vera horfinn aftur til þess tíma þegar það þótti töluvert lekkert að vera með rimlagluggatjaldasólgleraugu í megavíðri millet-úlpu.

Bjarni 13

02 ágúst 2007

Pelvis i PraceLand



Fréttaritari Pelvis Lives er PraceLand

Just so you know

Pelvis i PraceLand



Fréttaritari Pelvis Lives er PraceLand

Just so you know

30 júlí 2007

Get Closer To GOD


STRAIGHT FROM ABOVE, A NEW MIX FROM DJezus



CLICK SURFING DJEZUS TO GET CLOSER TO GOD

Other mixes can be downloaded, here in heaven

... and remember DJezus loves you (even though you like rap)

21 júní 2007

Salt, sítrón, og svo skál!

Nú anga grill út um allan bæ, menn mylja úr sebraþvengjum og sulla í sig hanastélum. En hætta skal leik þá hæst stendur, taka niður sólheimaglottið og vatna músum stundarkorn. Af slíku hafa gumar ekkert nema gott, best væri að taka á sig alvöru samviskupakka og kolefnisjafna á sér kvikindið svona rétt á meðan helstu gráthryðjurnar ganga yfir.

Barbra Streisand - Woman in love

Löngum hefur mér leiðst hve undurhýr minn músíksmekkur er. Er þetta dregið úr einum hans allra fúlustu afkimum, kraftballöður eru veikleiki sem jafnvel sækir í sig veðrið með árunum. Barb kerlingin ku hafa leikið í helst til dónalegum myndum áður en hún hóf sinn þyrnum stráða sólóferil, ég verð nú bara að taka af allan vafa um það hér og nú að hvaða kerling sem hefur slíka rödd á vísan stað í bóli Bjarna. Engar bollur samt.

Todmobile - Spiladósalagið

Eyþór Arnalds og Þorvaldur Bjarni eru Lennon/McCartney Íslands. Megahalló og gáfu út allt of mikið af plötum af litlum gæðum. En inni á milli leynast óslípaðir demantar eins og þessi barnagæla sem ég var með á heilanum samfleytt frá 10 til 20 ára aldurs þegar Barbra mín náði að velta henni úr sessi.

Tanita Tikaram - Twist in my sobriety

Þegar frægðarsól þessarar reis hvað hæst börðu Íslendingar sér á brjóst og fögnuðu því að loksins væri einhver úr hópi okkar forsmáðu náfrænda, Grænlendinga, farin að mala gull í tónlistarheiminum. Á þessum tíma voru vonir ICY flokksins orðnar að samasem engu og Björk vildi enginn heilvita Frónbúi kannast við, bölvaðir skrækir í þeirri alltaf hreint. Þannig að við stóðum þétt við bakið á litla Grænlendingnum okkar og ég lét ekki mitt eftir liggja í þeim efnum. Um daginn fletti ég því þó upp á Wikipedia að hún er komin af mun suðrænna og óæðra inúítakyni sem aldrei var í slagtogi með Eiríki rauða og hans kónum. Leyfi þessu samt að lafa.

Dionne Warwick - Anyone who had a heart

Ég á mér engar málsbætur.

Swans - Where does the body end

Varð nú að koma með eitt svona til að sýna að ég hlustaði samt líka á töff. Þessi hljómsveit samdi aldrei neitt nema undirspil við Ragnarök sem er viðeigandi fyrir snáða sem alast upp í grjótkastinu í Breiðholti.


Bjarni 12

02 apríl 2007

The First Coming


STRAIGHT FROM ABOVE, A MIX FROM DJezus



CLICK ON JESUS TO LISTEN TO MIX

Mix can be downloaded, here in heaven

... and remember DJezus loves you

02 janúar 2007

DJezus is Born

Ekki Kraftaverk heldur Kraftwerk

--Frelsari er fæddur--

Barátta góðs og ills er hafin. Fyrsta orrustan átti sér stað í heilaga landinu USA.

DJ Skeletor vs. DJezus - A Dark Day at the Beach (66.6MB tilviljun!)

More to come


16 nóvember 2006

Ísland Vs Danmörk

Fótbolti 2:14
Bjór 2:14
Pizzur 2:14

Hvers vegna er maður að hanga hér? Jú, af því að Reykjavík er happening. Afsaka verður seinagang í póstum en ég hef verið í atferliskönnun um Skandinavíu 20 af síðustu 30 dögum. Hér kemur ljúfsárt í ferðalok.

Peter, Bjorn og John - Paris 2004

Veit ekkert um þá en þeir slógu mig niður. Vafalaust sænskir. Takk Heiða.

Troy Von Balthazar - You could ice skate to this

Gaularinn úr Chokebore orðinn einfari. Hann kann á kerlingarnar og liggur í þeim með ballöðum sem hann syngur inn á símsvarann sinn.

Fransoise Hardy - La Maison

Frönsk díva (sjón er sögu ríkari: Myspace síðan hennar). Elín systir á margar sniðugar vinkonur og ein þeirra setti þetta á safndisk. Takk fyrir það.

Midlake - Roscoe

Heyrði þetta lag í dag og það fannst mér ferskt. Vonum að það eldist.

Neon Blonde - Headlines

Af því að það er svo stutt í helgi setti ég þennan slagara inn, hvítvín + Neon blonde = menn sjá ekki út úr augum.