Lundúnarnepjan
Sælinú,
hér er kominn tími á póst. Menn hafa lifað og hrærst í powerballöðunum þessi misserin, Barbra Streiss gaf tóninn. Svo njótið vel.
Steelheart - She's gone
Umþaðbil ein alrosalegasta falsetta rokksögunnar. Gæinn er víst helsta framlag Ungverja til rokksögunnar og verði þeim að því. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þessi látunsbarki hafi verið í rasslausum leðurbuxum einum fata þegar þessi smellur var skorinn. Checkit..
Europe - Carrie
Í öll þessi ár hafði ég frændur okkar í Europe fyrir rangri sök þar sem ég hélt þeir væru einssmellsundur. En nei, þeir áttu annan og jafnvel hressari smell. Skal engan undra þó einhvers staðar feli þeir þann þriðja!
Kansas - Dust in the wind
Sum lög gleymast bara alls ekki, sama hversu miklum bjór þú veitir inn á heilakvikindið. Þetta lag fyllir þann flokk, upp rifjast stundir snemma á níunda áratugnum þegar maður rúntaði bílasölur með fjölskyldunni og, ef maður var megaheppinn, endaði í ísbúð.
Joan Baez - Diamonds and rust
Joan kerlingin er ekki neitt í kraftballöðum en hún gat greinilega sungið tregafull kvæði með stæl. Mælt með vasaklút.
Ultravox - Dancing with tears in my eyes
Tvímælalaust enduruppgötvun sumarsins. Maður óskar sér bara að vera horfinn aftur til þess tíma þegar það þótti töluvert lekkert að vera með rimlagluggatjaldasólgleraugu í megavíðri millet-úlpu.
Bjarni 13
hér er kominn tími á póst. Menn hafa lifað og hrærst í powerballöðunum þessi misserin, Barbra Streiss gaf tóninn. Svo njótið vel.
Steelheart - She's gone
Umþaðbil ein alrosalegasta falsetta rokksögunnar. Gæinn er víst helsta framlag Ungverja til rokksögunnar og verði þeim að því. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að þessi látunsbarki hafi verið í rasslausum leðurbuxum einum fata þegar þessi smellur var skorinn. Checkit..
Europe - Carrie
Í öll þessi ár hafði ég frændur okkar í Europe fyrir rangri sök þar sem ég hélt þeir væru einssmellsundur. En nei, þeir áttu annan og jafnvel hressari smell. Skal engan undra þó einhvers staðar feli þeir þann þriðja!
Kansas - Dust in the wind
Sum lög gleymast bara alls ekki, sama hversu miklum bjór þú veitir inn á heilakvikindið. Þetta lag fyllir þann flokk, upp rifjast stundir snemma á níunda áratugnum þegar maður rúntaði bílasölur með fjölskyldunni og, ef maður var megaheppinn, endaði í ísbúð.
Joan Baez - Diamonds and rust
Joan kerlingin er ekki neitt í kraftballöðum en hún gat greinilega sungið tregafull kvæði með stæl. Mælt með vasaklút.
Ultravox - Dancing with tears in my eyes
Tvímælalaust enduruppgötvun sumarsins. Maður óskar sér bara að vera horfinn aftur til þess tíma þegar það þótti töluvert lekkert að vera með rimlagluggatjaldasólgleraugu í megavíðri millet-úlpu.
Bjarni 13